�?etta er í 10. skipti sem haldin er Safnahelgi �?? eða Nótt safnanna eins og viðburðurinn hét í upphafi. �?að er vel við hæfi að flytja inn tónlist og söngkonu frá Berlín við þetta tækifæri. Fyrirmyndin af Nótt safnanna er einmitt þaðan. Hrund �?sk Árnadóttir og Pálmi Sigurhjartarson ætla að flytja tónlist, sem Marlene Dietrich, ástsælasta söngkona Berlínar gerði fræga um miðja síðustu öld.
Í húsakynnum Dala-Rafns er risið myndarlegt bátasafn sem spennandi er að skoða. Bátasafnið verður kynnt formlega og Eyjamærin Edda Andrésdóttir fréttakona mun þar kynna nýja bók sína �?ti í Eyjum. Tvær listasýningar eru á dagskránni, bæði ljósmynda- og myndlistarfélög Vestmannaeyja verða með sýningar.
Að vanda verður Lúðrasveit Vestmannaeyja með styrktarfélagstónleika og fjölbreytt dagskrá í Safnahúsi. Í Safnhúsinu vera sýnd málverk eftir Svein Björnsson og Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður og sonur Sveins sýnir valda kafla úr gömlum kvikmyndum frá Eyjum.
Héraðsskjalasafnið sýnir heimildir um stöðu kvenna um aldamótin 1900, sýningin ver nafnið �??Týnda fólkið�??. Einnig verður kynning á nýjum bókum.
Dagskránni lýkur á sunnudeginum með kynningu Karls Gauta Hjaltasonar á leyndardómum halastjarnanna.
Hvetjum fólk til að taka helgina frá. Veitingastaðir og aðrir sem hyggjast vera með viðburði eða sértilboð þessa helgi eru beðnir að hafa samband við menningarfulltrúa fyrir 20. október nk.
Miðasala á tónleikana hefst í Safnahúsinu mánudaginn 21. október nk.. Miðaverð kr. 2000.-