Þegar Bretar komu til Íslands í maí 1940 lögðu þeir áherslu á gott flugvallarstæði og varð Kaldaðarnes við Ölfusá fyrir valinu. Mikil flóð í ánni urðu svo til þess að flugvöllurinn lagðist af og var starfssemin flutt til Keflavíkur. Nú eru aftur uppi umræður um flugvallarstarfssemi í nágrenni Selfoss.
Í fyrsta lagi var samþykkt merk ályktun á ársþingi Sambands Sunnlenskra Sveitarfélaga (SASS) um alþjóðaflugvöll á Suðurlandi. Ég sat í samgöngunefnd ásamt Elliða Vignissyni og öðru góðu fólki, en Elliði leggur út af ályktuninni á bloggi sínu í dag, reyndar með þeim formerkjum að flugvöllurinn verði á Bakka.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst