Í kvöld fór fram sumarlokahóf ÍBV-íþróttafélags en þá koma félagsmenn, íþróttamenn og forráðamenn saman til að loka sumarvertíðinni. Hápunktur kvöldsins var verðlaunaafhending meistaraflokkanna. Saga Huld Helgadóttir var valin best hjá kvennaliði ÍBV og Kristín Erna Sigurlásdóttir var valin efnilegust en hún var einnig markahæst. Albert Sævarsson var valinn bestur í karlaliðinu, Þórarinn Ingi Valdimarsson efnilegastur og Atli Heimisson varð markahæstur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst