Framleiðsla á kjöti í júlí var 1.557 tonn, nær óbreytt frá sama tíma í fyrra. Framleiðsla á nautakjöti jókst um 15,1% en framleiðsla á öðrum kjöttegundum dróst lítillega saman. Síðastliðna 12 mánuði hefur framleiðsla á kjöti aukist um 3,8%
Sala á kjöti í júlí var með besta móti, 9,1% meiri en í sama mánuði í fyrra. Mest munar þar um 21,3% aukningu á sölu kindakjöts. Þá var sala nautgripakjöts 17% meiri en í júlí 2007 og 58,4% aukning í sölu hrossakjöts.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst