Í gær voru birtar niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru Litlar breytingar eru á fylgi flokka milli mælinga. Þær eru á bilinu 0,2-1,0 prósentustig og ekki tölfræðilega marktækar. Slétt 27% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, rösklega 22% Sjálfstæðisflokkinn, tæplega 15% Viðreisn, rúmlega, 9% Miðflokkinn, nær 8% Flokk fólksins, næstum 6% Framsóknarflokkinn, rösklega 5% Sósíalistaflokkinn, 4% Pírata, rífllega 3% Vinstri græn og tæplega 1% aðra flokka.
Liðlega 5% myndu skila auðu eða ekki kjósa og næstum 12% taka ekki afstöðu eða vilja ekki gefa hana upp. Um 66% þeirra sem taka afstöðu styðja ríkisstjórnina.
Það er RÚV sem deilir niðurstöðunum þjóðarpúlsins með Eyjafréttum. Þar sést einnig fylgið í hverju kjördæmi fyrir sig. Í Suðurkjördæmi mælist Samfylkingin stærst með 25,7% og bætir flokkurinn við sig 7,7% frá því í febrúar-mælingunni. Næstmest fylgi í kjördæminu hefur Sjálfstæðisflokkur sem mælist nú með 23,4% en hafði mánuðinn áður 28,9%. Flokkur Fólksins er þriðji stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi með 13,4%. Framsókn er með 11,3% og Miðflokkur nýtur stuðnings 11%. Viðreisn mælist með samkvæmt könnuninni 9,3% fylgi. Aðrir flokkar mælast með undir 2,5% fylgi í kjördæminu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst