Bæjarráð ítrekaði á fundi sínum á þriðjudaginn kröfu um að samgöngum á sjó við Vestmannaeyjar verði tafarlaust komið í viðunandi ástand. Skaði samfélagsins í Vestmannaeyjum vegna samgönguvanda á seinustu árum sé með öllu óviðunandi.
Krafa bæjarráðs er sú að án tafar verði Eyjamönnum tryggðar öruggar samgöngur allt árið um þjóðveginn sem liggur um Landeyjahöfn. Siglingar í �?orlákshöfn er hjáleið sem bæði er dýrari og óhagkvæmari en siglingar í Landeyjahöfn. Í þessari kröfu er falið ákall um að strax verði ráðist í nýsmíði Vestmannaeyjaferju og smíðatími þess nýttur í nauðsynlegar framkvæmdir við Landeyjahöfn til að tryggja dýpi og öruggar siglingar allt árið