Æðruleysisbænin er einhver mesta og besta speki sem ég þekki. Hún hljómar svona: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Kjark til að breyta því sem ég get breytt. Og vit til að greina þar á milli. Hún á við svo margt í mínu starfi og lífi. Þar á meðal við samgöngur okkar Eyjamanna.