Bæjarstjóra Vestmannaeyja, Elliða Vignissyni gengur illa að fá svör frá Samgönguráðuneytinu varðandi fækkun ferða. Elliði sendi fyrirspurn á ráðuneytið 3. desember og ítrekaði sendinguna nú, fjórum dögum síðar enda hefur ekkert svar borist enn. Samkvæmt póstinum, sem einnig var sendur á alla þingmenn kjördæmisins, þá er þetta í þriðja sinn sem ráðuneytið svarar ekki fyrirspurn bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum. Bréfið og ítrekunina má lesa hér að neðan.