Samhljóða bæjarstjórn krefst úrbóta í heilbrigðismálum

Staðan í heibrigiðsmálum var meðal þess sem rætt var á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, fór yfir stöðu mönnunar í grunnheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum.

Fram kom að staðan sé alvarleg á landsbyggðinni, þar sem illa hefur gengið að manna stöður heilbrigðisstarfsfólks á heilsugæslum. Sama staða hefur verið og blasir við á heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri sagði mikilvægt að halda uppi nauðsynlegri grunnheilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum, líkt og annars staðar, og til þess þarf að manna stöðu lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks allan sólarhringinn.

Hlutverk samráðshóps um sjúkraflug

Bæjarstjóri fór yfir hlutverk samráðshóps um sjúkraflug, þar sem hún á sæti með aukinn aðkomu þyrlna að sjúkraflugi, sem heilbrigðisráðherra skipaði nýverið.

Samráðshópurinn hefur m.a. það verkefni að; a) samræma verklag í þeim tilgangi að stytta viðbragðstíma og tryggja rétt viðbragð;

  1. b) bæta og samræma skráningu allra viðbragðsaðila; móta framtíðarfyrirkomulag samráðs aðila;
  2. c) sérstaklega verði skoðað hvort stytta megi biðtíma eftir sjúkraflugi þar sem hann er hvað lengstur og eru Vestmannaeyjar þar ofarlega á blaði;
  3. d) greina helstu veikleika varðandi öryggi sjúklinga á landsbyggðinni og hvernig takast má á við þessa veikleika með breyttu skipulagi sjúkraflugs;
  4. e) skoða hvort flugvél Landshelgisgæslunnar (LHG) geti nýst við eflingu sjúkraflugs og;
  5. f) meta forsendur og kröfu til sjúkraflugs og skoða faglegan ávinning af aukinni aðkomu LHG að sjúkraflugi borið saman við tillögu um tilraunaverkefni um sjálfstæða sjúkraþyrlu og útboð þar um. Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn skili heilbrigðisráðherra minnisblaði um framvindu og niðurstöðu hópsins í lok ársins.

Bæjarstjórn lagði sameiginlega fram bókun þar sem áréttað er að jafnt aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu eigi að vera grundvallaratriði í samfélagsuppbyggingunni. „Sú er hins vegar ekki raunin fyrir fólk á landsbyggðinni í dag. Heilsugæslan á landsbyggðinni er undirmönnuð og aðgengi íbúa að grunnheilbrigðisþjónustu er skert.

Það þarf að búa þannig um hnútana að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni geti mannað stöður heilbrigðisstarfsfólks þannig að þær geti veitt þá grunnheilbrigðisþjónustu sem þeim er ætlað. Þá liggur fyrir að flestar flóknar aðgerðir eru í dag einungis framkvæmanlegar á Landspítalanum. Það þarf að auka öryggi sjúklinga á landsbyggðinni með því að styrkja og breyta fyrirkomulagi sjúkraflugs m.a. með tilkomu sérhæfðrar sjúkraþyrlu og ákveða þarf staðsetningu flugvallar í Vatnsmýrinni til framtíðar. Þannig tryggjum við að allir landsmenn geti notið þjónustu Landspítalans með fullnægjandi hætti,“ segir í bókuninni sem Páll Magnússon, Eyþór Harðarson, Njáll Ragnarsson, Jóna Sigríðður Guðmundsdóttir, Hildur Sólveig Sigurðardóttir,  Íris Róbertsdóttir, Gísli Stefánsson, Helga Jóhanna Harðardóttir og Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifuðu undir.

Mynd frá fyrsta fundir nýrrar bæjarstjórnar. Hann eins og fundurinn á þriðjudaginn fór fram í Einarsstofu. Gæti orðið sá síðasti á þessum stað því er verið að flytja starfsemina í Ráðhúsið.

 

 

Nýjustu fréttir

Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.