Samhljóða bæjarstjórn krefst úrbóta í heilbrigðismálum
7. júlí, 2022

Staðan í heibrigiðsmálum var meðal þess sem rætt var á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, fór yfir stöðu mönnunar í grunnheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum.

Fram kom að staðan sé alvarleg á landsbyggðinni, þar sem illa hefur gengið að manna stöður heilbrigðisstarfsfólks á heilsugæslum. Sama staða hefur verið og blasir við á heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri sagði mikilvægt að halda uppi nauðsynlegri grunnheilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum, líkt og annars staðar, og til þess þarf að manna stöðu lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks allan sólarhringinn.

Hlutverk samráðshóps um sjúkraflug

Bæjarstjóri fór yfir hlutverk samráðshóps um sjúkraflug, þar sem hún á sæti með aukinn aðkomu þyrlna að sjúkraflugi, sem heilbrigðisráðherra skipaði nýverið.

Samráðshópurinn hefur m.a. það verkefni að; a) samræma verklag í þeim tilgangi að stytta viðbragðstíma og tryggja rétt viðbragð;

  1. b) bæta og samræma skráningu allra viðbragðsaðila; móta framtíðarfyrirkomulag samráðs aðila;
  2. c) sérstaklega verði skoðað hvort stytta megi biðtíma eftir sjúkraflugi þar sem hann er hvað lengstur og eru Vestmannaeyjar þar ofarlega á blaði;
  3. d) greina helstu veikleika varðandi öryggi sjúklinga á landsbyggðinni og hvernig takast má á við þessa veikleika með breyttu skipulagi sjúkraflugs;
  4. e) skoða hvort flugvél Landshelgisgæslunnar (LHG) geti nýst við eflingu sjúkraflugs og;
  5. f) meta forsendur og kröfu til sjúkraflugs og skoða faglegan ávinning af aukinni aðkomu LHG að sjúkraflugi borið saman við tillögu um tilraunaverkefni um sjálfstæða sjúkraþyrlu og útboð þar um. Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn skili heilbrigðisráðherra minnisblaði um framvindu og niðurstöðu hópsins í lok ársins.

Bæjarstjórn lagði sameiginlega fram bókun þar sem áréttað er að jafnt aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu eigi að vera grundvallaratriði í samfélagsuppbyggingunni. „Sú er hins vegar ekki raunin fyrir fólk á landsbyggðinni í dag. Heilsugæslan á landsbyggðinni er undirmönnuð og aðgengi íbúa að grunnheilbrigðisþjónustu er skert.

Það þarf að búa þannig um hnútana að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni geti mannað stöður heilbrigðisstarfsfólks þannig að þær geti veitt þá grunnheilbrigðisþjónustu sem þeim er ætlað. Þá liggur fyrir að flestar flóknar aðgerðir eru í dag einungis framkvæmanlegar á Landspítalanum. Það þarf að auka öryggi sjúklinga á landsbyggðinni með því að styrkja og breyta fyrirkomulagi sjúkraflugs m.a. með tilkomu sérhæfðrar sjúkraþyrlu og ákveða þarf staðsetningu flugvallar í Vatnsmýrinni til framtíðar. Þannig tryggjum við að allir landsmenn geti notið þjónustu Landspítalans með fullnægjandi hætti,“ segir í bókuninni sem Páll Magnússon, Eyþór Harðarson, Njáll Ragnarsson, Jóna Sigríðður Guðmundsdóttir, Hildur Sólveig Sigurðardóttir,  Íris Róbertsdóttir, Gísli Stefánsson, Helga Jóhanna Harðardóttir og Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifuðu undir.

Mynd frá fyrsta fundir nýrrar bæjarstjórnar. Hann eins og fundurinn á þriðjudaginn fór fram í Einarsstofu. Gæti orðið sá síðasti á þessum stað því er verið að flytja starfsemina í Ráðhúsið.

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst