Samið um flug til Eyja
10. október, 2024
Flug Ernir Farthegar Jan 2024 Tms Lagf
Kingair flugvél Mýflugs á Vestmannaeyjaflugvelli. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Vegagerðin hefur samið við Mýflug ehf. um flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja mánuðina desember til febrúar.

Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að boðin hafi verið út flugleiðin Reykjavík – Vestmannaeyjar í júní síðastliðinum og barst eitt tilboð í verkið, frá Mýflugi ehf.  Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 108 m.kr. fyrir þriggja ára tímabil.  Um er að ræða flug yfir vetrarmánuðina desember – febrúar og verður flogið fjórar ferðir í viku á milli lands og eyja.

Flugleiðin er styrkt sérstaklega af ríkinu til að tryggja tímabundna lágmarksþjónustu á þessari leið á meðan markaðslegar forsendur eru ekki til staðar, enda er flugið mikilvægt fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðinu. Samningurinn tekur gildi þann 1. desember nk.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst