Þrír Brasilíumenn munu leika með ÍBV í fyrstu deild karla í sumar en þeir hafa verið á reynslu hjá félaginu undanfarnar vikur. Þetta staðfesti Huginn Helgason í knattspyrnuráði ÍBV við Fótbolta.net í dag. Verið er að ganga frá lausum endum áður en félagaskiptin ganga í gegn en leikmennirnir hafa leikið nokkra æfingaleiki með Eyjamönnum að undanförnu, meðal annars gegn Selfyssingum um síðustu helgi þar sem þeir skoruðu þrjú af fjórum mörkum liðsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst