Vestmannaeyjabær og Líkamsræktarstöðin hafa undirritað leigusamning um sal í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Líkamsræktarstöðin (Hressó) mun reka þar heilsuræktarstöð með æfingartækjum frá viðukenndum aðilum og bjóða jafnframt upp á vandaða leiðsögn og undirbúning um notkun tækja og þjálfun.
Hressó ber alla ábyrgð á starfsemi heilsuræktarstöðvarinnar og starfsmönnum henni tengdri. Leigutíminn er frá ársbyrjun 2016 og gildir í fimm ár, að því er fram kemur í frétt á vefsvæði Vestmannaeyjabæjar.