Samstaða hefur alla tíð verið það sem skilar Eyjamönnum árangri og mikilvægt að við stöndum þétt við bakið á bæjaryfirvöldum og sýnum að Eyjamenn almennt sætta sig ekki við þá óhóflegu gjaldtöku sem í dag er á þjóðvegi okkar Eyjamanna.
Ákveðið hefur verið að mæta í mótmælastöðu við brottför Herjólfs í síðustu ferð fyrir hækkun. �?að er miðvikudaginn 31. janúar klukkan 15:45 eða korter í fjögur. Krafa okkar er einfaldlega sú sama og bæjaryfirvalda.
EDURSKOÐUN Á GJALDSKRÁ HERJ�?LFS STRAX.
Fjölmennum á Herjólfsbryggjuna korter í fjögur á miðvikudag og sýnum þannig samstöðu okkar í verki.
Áhugahópur um bættar samgöngur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst