Fyrirhugað verkfall bræðslumanna, sem Drífandi stéttarfélag og AFL á Austurlandi höfðu boðað til, var afboðað á þriðjudag en verkfallið átti að hefjast um kvöldið. „Við fundum fyrir vaxandi þunga í viðræðum við atvinnurekendur, það gekk hvorki né rak og það átti ekki að bjóða okkur neitt. Á sama tíma skynjuðum við að heildarsamtök okkar og stærstu félögin fóru undan í flæmingi þegar við óskuðum eftir stuðningi,“ sagði Arnar Hjaltalín þegar hann var spurður út í afboðun verkfallsins.