Samstarf ÍBV og KFS heldur áfram

ÍBV hefur lánað þá Sigurð Grétar Benónýsson og Ólaf Hauk Arilíusson yfir í KFS í sumar. Sigurður er 27 ára framherji sem á að baki 95 leiki í meistaraflokki, hann hefur undanfarin ár spilað með ÍBV og Vestra. Siggi hefur verið að glíma við meiðsli og ætlar að koma sér almennilega á skrið aftur. Hann verður mikill liðsstyrkur fyrir KFS, síðast lék hann með liðinu árið 2015 og skoraði þá 14 mörk í 17 leikjum.

Ólafur Haukur er 19 ára miðjumaður sem kom frá Skaganum í fyrra til Eyja og hefur verið að spila með ÍBV í vetur. Hann mun því öðlast dýrmæta reynslu í 3. Deildinni í sumar með KFS. Sigurður með sína reynslu, dugnað og markanef ásamt Ólafi Hauki hinum baráttuglaða miðjumanni munu án efa styrkja lið KFS í 3. Deildinni í sumar.

Myndin af Sigga er tekin af Hafliða Breiðfjörð.

Ólafur Haukur

Nýjustu fréttir

Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.