Samstarfsyfirlýsing við Filippseyjar undirrituð í Eldheimum
23. júní, 2014
Fyrir hádegi í dag undirrituðu fulltrúar EFTA-ríkjanna samstarfsyfirlýsingu við Filipseyjar, en fyrir þeirra hönd skrifaði Gregory L. Domingo, viðskiptaráðherra Filippseyja undir yfirlýsinguna. Með yfirlýsingunni er komið á fót samráðsvettvangi EFTA og Filippseyja og jafnframt skotið styrkari stoðum undir samstarf EFTA við Filippseyjar á viðskiptasviðinu. Yfirlýsingin var undirrituð í Eldheimum en Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra minntist á þá náttúruvá sem Íslendingar búi við og bætti við að því miður búi Filipseyingar við svipuð skilyrði eins og dæmin undanfarið sýni. Gunnar sagði í ávarpi fyrir undirritunina að eftir gosið í Heimaey 1973 hafi uppbygging verið hröð og sama ætti við í Filippseyjum.
�??Í ávarpi sínu við undirritunina lagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra áherslu á sterk tengsl Íslands við Filippseyjar og nefndi í því samhengi sérstaklega framlag Íslendinga af filippseyskum uppruna til íslensks samfélags. Jafnframt vakti utanríkisráðherra athygli á aðkomu íslenskra fyrirtækja í uppbyggingu jarðvarmavers á eyjunni Biliran á Filippseyjum. Lýsti utanríkisráðherra yfir vilja EFTA-ríkjanna til að skoða möguleika á því að hefja eiginlegar fríverslunarviðræður við Filippseyjar,�?? segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
Ráðherrafundur EFTA ríkjanna hefur staðið yfir síðustu tvo daga í Vestmannaeyjum en fundarhöldunum lýkur í dag. Alls hafa um 160 manns verið í Vestmannaeyjum í tengslum við fundarhöldin þar sem farið er yfir starfsemi EFTA og næstu skref mótuð í starfi sambandsins.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst