Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs, innleiðingu á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og stöðu mála hjá Vestmannaeyjabæ. Umrædd lög taka gildi 1. janúar nk. og ná til þjónustu sem veitt er á vettvangi ríkis og sveitarfélaga m.a. innan skólakerfisins, heilbrigðiskerfisins og félagsþjónustu sveitarfélaga, auk verkefna lögreglu. Áherslan verður á snemmtækan stuðning, afnám hindrana við aðgang að þjónustu og aukið samtal milli þjónustukerfa. Vestmannaeyjabær er í ágætum málum varðandi innleiðingu á umræddum lögum þar sem unnið hefur verið í anda þeirra frá árinu 2006. Áherslan hefur verið á snemmtækan stuðning, samnýtingu starfsmanna milli stoða, skapa breiðan þekkingargrunn í þjónustu, stytta boðleiðir og samstarf bæði innan og utan þjónustukerfis sveitarfélagsins. Á næstu mánuðum verður unnið með innleiðingu laganna m.a. kynningu og fræðslu, þróun framtíðarsýnar, skerpt á verkferlum o.fl.

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.