Sveitarfélög á Suðurlandi taka sjálfstæðar ákvarðanir um sölu á eignarhlutum sínum í fyrirtækjum og er það eðlilega án afskipta annarra sveitarfélaga og ætti að vera án afskipta þingmanna eða þingflokka.Stjórn SASS hefur fullvissu fyrir því að hér eftir sem hingað ti muni ríkja traust og velvild milli sveitarfélaganna Vestmannaeyja og Árborgar, en bæði seldu þau sinn eignarhluta í HS. Stjórnin hefur þá trú að sala sveitarfélaganna á hlut þeirra, að andvirði 3800 m.kr., verði til að styrkja sveitarfélögin og þar með Suðurland allt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst