Sanddæla fylgir nýjum Herjólfi
1. apríl, 2013
Nú er frumhönnun á nýjum Herjólfi lokið. Reiknað er með að skipið verði 52 metra langt og 10 metra breitt en skipið mun rista 2,3 metra. Sérstök sanddæla verður föst við botn skipsins sem getur dælt upp sandi meðan Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn, og þannig séð alfarið um dýpkunarframkvæmdir í höfninni yfir sumartímann. Það gæti hins vegar þýtt einhverjar tafir á siglingum skipsins.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst