Leikur ÍBV og Víkings/Fjölnis var nokkkuð eftir bókinni. Eyjamenn byrjuðu betur og náðu strax yfirhöndinni og komust m.a. sex mörkum yfir, 16:10 en gestirnir náðu ágætum leikkafla undir lok fyrri hálfleiks og minnkuðu muninn í fjögur mörk.
Leikmenn Víkings/Fjölnis byrjuðu svo síðari hálfleikinn af miklum krafti, minnkuðu muninn niður í þrjú mörk 21:18 en þá tóku Eyjamenn aftur við sér. �?að var ekki síst fyrir stórleik Jóhanns Inga Guðmundssonar í marki ÍBV sem Eyjamenn náðu afgerandi forystu en alls varði Jóhann 23 skot í leiknum, þar af 2 víti.
Jóhann hefur verið meiddur í baki undanfarnar vikur en sagðist ekki finna fyrir meiðslunum eftir leikinn. “�?etta var bara gaman og það gekk vel bæði hjá mér og liðinu. En hópurinn er góður og maður þarf einfaldlega að sýna góðan leik, annars er manni bara kippt útaf. En það var virkilega gaman að spila aftur eftir leiðinda meiðsli,” sagði markvörðurinn knái.
Hann bætti því við að hann hefði ekki haft miklar áhyggjur þótt Víkingur/Fjölnir hefði saxað á forskotið í seinni hálfleik. “Liðið hefur áður lent í þessu í vetur en við bregðumst alltaf rétt við. Svo erum við komnir með reynsluboltann Svavar Vignisson aftur. Hann er bæði sterkur leikmaður og félagslega góður fyrir hópinn. Hann er svo sannarlega þyngdar sinnar virði,” sagði Jóhann og glotti.
Mörk ÍBV: Sigurður Bragason 10, Remigijus Capulis 10, Grétar �?ór Eyþórsson 5, Svavar Vignisson 5, Leifur Jóhannesson 4, Daði Magnússon 1, Grétar Stefánsson 1.
Varin skot: Jóhann Ingi Guðmundsson 23/2, Kolbeinn A. Arnarsson 5.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst