ÍBV vann í kvöld sannfærandi sigur á Grindavík á Grindavíkurvelli. Lokatölur urðu 4:0 en Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk og þær Vesna Smiljkovic og Danka Podovac eitt mark hvor. ÍBV er í þriðja sæti Pepsídeildarinnar með 30 stig. Fylkir hefur nú blandað sér í baráttuna um þriðja sætið en Árbæingar eru í þriðja sæti með 26 stig en Þór/KA í því fjórða, með jafn mörg stig.