Huginn VE 55 landaði um 500 tonnum af frosnum síldarafurðum á Eskifirði um helgina. Þeir lögðu síðan af stað í Síldarsmuguna á laugardagskvöld, en þangað er um 700 mílna sigling frá Eskifirði.. Þeir létu sér þó ekki leiðast á stíminu frekar en fyrri daginn. Sáu meðal annars sigurleik Liverpool gegn Manchester United.