Segja rangfærslur í svörum um ráðningu hafnarstjóra

Verkferlar við ráðningu hafnarstjóra voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar í vikunni að ósk bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hófu umræðuna á eftirfarandi bókun.

Ábyrgðafirring virðist algjör
“Undirrituð hafa farið yfir þau svör sem bárust vegna fyrirspurna bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þar má finna ýmsar rangfærslur. Ábyrgðarfirring meirihlutans virðist algjör. Í dómnum kemur skýrt fram lögbrot við ráðningu hafnarstjóra, að halda því fram að málið snúist eingöngu um formgalla er afvegaleiðing umræðunnar.
Ráðning hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar fór á svig við lögbundinn feril slíkrar opinberrar ráðningar, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins reyndu ítrekað að benda stjórnsýslunni á. Komast hefði mátt hjá þessum mistökum sem kostaði bæjarfélagið milljónir, hefði verið hlustað á athugasemdir okkar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera þá kröfu að verkferlar verði lögum samkvæmt í framhaldi af þessum áfellisdómi.”

Þyrla upp pólitísku moldviðri
Bæjarfulltrúar E og H lista svöruðu með bókun. “Meirihluti bæjarstjórnar ítrekar það sem áður hefur verið bókað í málinu. Ljóst er að ákveðin mistök voru gerð í ráðningarferlinu hvað varðar form og færslu fundargerða sem draga þarf lærdóm af. Framkvæmda og hafnarráð hefur nú þegar brugðist við dómnum með því að skipa starfshóp til að endurskoða verkferla varðandi ráðningar hjá höfninni.
Vandséð er hvað vakir fyrir minnihlutanum í málinu annað en að þyrla upp pólitísku moldviðri án þess að hafa nokkuð nýtt fram að færa efnislega um málið.”

Harma að starfsfólk sé gert að blórabögglum
Bæjarfulltrúar D lista svöruðu með annari bókun. “Eðlilegt er að fjalla um málið þegar svör við fyrirspurnum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins liggja nú fyrir. Við látum ekki hneykslan meirihlutans stöðva okkur í að ræða málið og reyna að tryggja að lært verði af þeim mistökum sem gerð voru í þessu ráðningarferli. Við hörmum hvernig bæjarfulltrúar meirihlutans gera starfsfólk sveitarfélagsins að blórabögglum í þessu máli.”

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.