Segja sjálfstæði og fagmennsku skólastarfsins í hættu
24. september, 2025
IMG_5764
Framhaldsskólanemar. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Skólameistarar íslenskra framhaldsskóla lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af fyrirhuguðum kerfisbreytingum sem færa fjármála- og mannauðsvald frá skólunum og telja þær ógna sjálfstæði og fagmennsku skólastarfsins.

Þeir gagnrýna skort á samráði og gagnsæi í ferlinu, telja breytingarnar ekki stuðla að bættri þjónustu við nemendur og starfsfólk og benda á að kostnaður við nýjar stjórnsýslueiningar sé óljós og dýr. Skólameistarar eru reiðubúnir til málefnalegs samtals en geta ekki stutt núverandi áform og hvetja stjórnvöld til endurskoðunar og raunverulegs samráðs áður en ákvörðun er tekin. Lesa má yfirlýsingu þeirra í heild sinni hér að neðan.

Við skólameistarar íslenskra framhaldsskóla lýsum yfir alvarlegum áhyggjum af þeim hugmyndum sem kynntar hafa verið um umfangsmiklar kerfisbreytingar á stjórnsýslu framhaldsskóla.

Miðað við þær upplýsingar sem við höfum ályktum við eftirfarandi:

  1. Sjálfstæði og fagmennska
    Framhaldsskólakerfið á Íslandi hefur byggst á trausti, virðingu og faglegum vinnubrögðum. Sjálfstæði skólanna og fagleg forysta skólameistara hefur reynst öflug forsenda árangurs. Að færa fjármála- og mannauðsvaldið frá skólunum er að okkar mati ógn við þetta sjálfstæði og þar með gæði skólastarfs.
  2. Áhrif á nemendur og starfsfólk
    Breytingarnar þær sem kynntar hafa verið virðast fyrst og fremst miða að því að draga úr faglegu starfi og sjálfstæði skólanna en ekki að efla þjónustu við nemendur og starfsfólk. Við höfum áhyggjur af því að nýtt stjórnsýslustig muni veikja skólasamfélögin, draga úr nýsköpun og minnka sveigjanleika í námsframboði.
  3. Ósk um samráð
    Það er óásættanlegt að svo róttækar kerfisbreytingar séu kynntar án raunverulegs samtals við þá sem best þekkja starfsemi framhaldsskólanna. Aðferðafræðin hefur einkennst af skorti á gagnsæi og efnislegum rökum. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum fengið sjáum við ekki að þessi leið sé til þess fallin að bæta gæði náms eða skólastarfsins í heild. Mikilvægt er að vönduð gögn liggi til grundvallar svona ákvörðun en engin gögn hafa verið birt skólameisturum.
  4. Kostnaður og forgangsröðun
    Ekki verður annað séð en að þær hugmyndir um stofnun nýrra stjórnsýslueininga sem nú liggja fyrir virðist bæði dýrar og illa rökstuddar. Í stað þess að byggja upp nýtt skrifræðislíkan ætti að efla núverandi skólastarf, tryggja fullfjármögnun og bæta þjónustu með markvissum hætti.

 

Niðurstaða

Skólameistarar eru nú sem ávallt reiðubúnir til málefnalegs samtals um umbætur í framhaldsskólakerfinu. Okkar markmið er að þróa kerfið áfram í þágu nemenda og starfsfólks skólanna – með því að byggja á fagmennsku og reynslu þeirra sem starfa innan skólanna.

Við getum ekki stutt fyrirhugaðar breytingar í núverandi mynd. Við hvetjum stjórnvöld til að endurskoða áformin og hefja raunverulegt samráð áður en ákvarðanir um svo veigamikla kerfisbreytingu eru teknar.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
8. tbl. 2025
8. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.