Segja sig frá neyðarútköllum björgunarsveita
27. júlí, 2013
Eigendur Ribsafari í Vestmannaeyjum, og Gentle Giants á Húsavík, hafa sagt sig frá neyðarútköllum björgunarsveitanna. Þetta kemur fram á Vísi.is. Ribsafari hefur síðustu sólarhringa sinnt í það minnsta tveimur neyðarútköllum, fyrst þegar maður hrapaði í Brandi og síðan þegar þýsk skúta var í vélarvandræðum í gær. Auk þess sást annar bátur Ribsafari draga slöngubát Björgunarfélags Vestmannaeyja vélarvana til lands í gær. Ástæða þess að fyrirtækin draga sig í hlé, er að Samgöngustofa, áður Siglingastofnun, neitar fyrirtækjunum að fullnýta sætafjölda bátanna.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst