B-listi Framsóknar og óháðra í Vestmannaeyjum byggir sín stefnumál á þremur grunngildum. Þau eru lýðræði, samvinna og gagnsæi. Þetta eru þau gildi sem framboðið vill innleiða í stjórn bæjarins. Í okkar augum erum Eyjamenn eins og stór fjölskylda og því mikilvægt að tryggja að samskipti og samstarf okkar séu eins og hjá öðrum góðum fjölskyldum.