ÍBV sigraði í kvöld lið HK í Lengjudeild kvenna. Með sigrinum hafði liðið sætaskipti við Selfoss sem tapaði gegn Grindavík og lyfti ÍBV sér úr fallsæti.
Viktorija Zaicikova kom ÍBV yfir á fjórðu mínútu en HK jafnaði sex mínútum fyrir leikhlé. 1-1 í leikhléi. Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Brookelynn Paige Entz öðru sinni fyrir HK og gestirnir komnir yfir.
Það stóð ekki lengi því tveimur mínútum síðar jafnaði Alexus Nychole Knox fyrir ÍBV. Það var svo Olga Sevcova sem gerði sigurmarkið fyrir Eyjakonur á 77. mínútu. Seiglusigur hjá ÍBV í kvöld.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst