Skipstjórinn á norska línuveiðiskipinu Gayser Senior var í Héraðsdómi Suðurlands í dag sektaður um hálfa milljón króna fyrir landhelgisbrot. Afli og veiðarfæri að verðmæti um þrjá og hálf milljón króna voru auk þess gerð upptæk. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar stóð skipið að ólöglegum veiðum út af Suðausturlandi í fyrradag og játaði skipstjórinn brotið í Vestmannaeyjum í gær.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst