Selfyssingar gerðu góða ferð á Seltjarnarnesið í 1. deild handboltans í gærkvöldi en aðkomumennirnir sigruðu lið Gróttu, 29:25. Var þetta fyrsti leikur beggja liða í deildinni en báðum er spáð góðu gengi.
Var leikurinn þó afar kaflaskiptur og mikið var um mistök sem eðlilegt verður að teljast í fyrsta leik. Grótta komst snemma vel yfir í leiknum en misstu það niður og var staðan 11:14 í leikhléi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst