Selfoss sigraði ÍBV
20. júlí, 2015
ÍBV og Selfoss áttust við í Pepsi deild kvenna nú í kvöld þar sem Selfoss hafði betur 2-0. Liðin hafa mæst þrisvar í sumar og Selfoss haft betur í öll skiptin.
ÍBV byrjaði leikinn vel og voru nánast búnar að skora í sinni fyrstu sókn. Cloe Lacasse komst þá upp að endamörkum en hlaup vantaði inn í teiginn frá sóknarmönnum. Stelpurnar fengu nokkur færi en alltaf vantaði upp á síðustu snertinguna. Eftir 30. mínútna leik kom svo fyrsta mark leiksins. Donna Kay Henry fékk boltann við miðju vallarins og tók á rás og fór fram hjá hverjum leikmanni á fætur öðrum og setti boltann örugglega fram hjá Bryndísi Láru, markmanni ÍBV. Leikurinn róaðist mikið eftir markið og ekkert markvert gerðist það sem eftir lifði leiks eftir heldur fjöruga byrjun. Staðan 0-1 í hálfleik.
Selfyssingar voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Dagný Brynjarsdóttir átti skalla í stöng á 58. mínútu og stuttu síðar var Guðmunda Brynja komin í gott færi en Bryndís Lára varði vel.
Dagný Brynjarsdóttir skoraði annað mark Selfoss á 61. mínútu þegar hún slapp í gegnum vörn ÍBV eftir að hafa fengið stungusendingu frá Guðmundu Brynju. . Hún virtist vera rangstæð en aðstoðardómarinn lyfti ekki flaggi sínu. Cloe Lacasse fékk dauðafæri rétt eftir markið, hún tók sprettinn og stakk varnarmenn Selfoss af og var komin í góða stöðu en skotið hennar var ekki gott. Cloe var svo aftur á ferðinni þegar komið var í uppbótatíma þegar hún geystist upp völlinn endilangan, lék á hvern varnarmanninn á fætur örðum en markmaður Selfyssinga varði vel. Lokatölur 0-2.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst