Selfoss vann Suðurlandsslaginn í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag. Leikið var á Selfossi. Eftir góðan fyrri hálfleik Eyjakvenna, sem leiddu í leikhléi 12-7, minnkaði heimaliðið hægt og sígandi muninn þegar leið á seinni hálfleikinn og eftir spennandi lokakafla stóð Selfoss upp með sigurinn, 24-22.
ÍBV hefur enn ekki unnið leik á árinu og er liðið í næstneðsta sæti með 6 stig. Hjá ÍBV skoraði Sunna Jónsdóttir 6 mörk, Britney Emilie Florianne Cots gerði 5 og Agnes Lilja Styrmisdóttir skoraði 4 mörk. Í markinu varði Bernódía Sif Sigurðardóttir 7 skot og Ólöf Maren Bjarnadóttir 1.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst