Selfoss burstaði ÍBV 5-0 í æfingaleik sem fram fór á gervigrasvellinum á Selfossi í morgun. Ingi Rafn Ingibergsson og Guðmundur Þórarinsson skoruðu í fyrri hálfleik og komu Selfyssingum í 2-0. Á síðustu tuttugu mínútunum bættu Arilíus Marteinsson, Jón Daði Böðvarsson og Einar Ottó Antonsson síðan við mörkum.