Það eru stór tímamót í ár þar sem 150 ár eru liðin frá því að fyrsta Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var haldin árið 1874. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í október og nú er hafin vinna í dalnum á fullu og nóg að gera fyrir þá sem að henni koma.
„Við höfum selt fimm til sex hundruð fleiri miða en á sama tíma í fyrra. Við yrðum gríðarlega ánægð ef við myndum fá um það bil 15 þúsund gesti “ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar.
Dagskráin hefur verið lengd og byrjar nú 20:30 í staðinn fyrir 21:00. Það gefur rými til að bæta við sex til sjö atriðum á hátíðinni. Enn er verið að ráða skemmtikrafta en meðal þeirra sem staðfestir hafa verið eru Bubbi, Stuðmenn, GusGus, Helgi Björns, FM95BLÖ, Prettyboitjokkó, GDRN, Flóni og ClubDub.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst