Samningurinn sem samtök sjómanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir aðfararnótt laugardags var samþykktur naumlega í kosningum sem fram fóru um helgina. Atkvæði voru talin hjá Ríkissáttasemjara nema í Eyjum þar sem talið var í Alþýðuhúsinu undir eftirliti sýslumanns og niðurstaðan send á netinu til Reykjavíkur. Ljóst er að mikið vantar upp á að einhugur sé um samninginn því hann var samþykktur með 52,4% greiddra atkvæða en 46,9% voru á móti. Strax og ljóst var að samningurinn hafði verið samþykktur um klukkan níu á sunnudagskvöldið færðist mikið líf yfir höfnina í Vestmannaeyjum. Voru áhafnir mættar til að gera skipin klár og önnur héldu þegar til veiða.
�?orsteinn Ingi Guðmundsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns segir það létti að samingur skuli vera í höfn loks í þriðju atrennu.
Meðal helstu atriða í samingnum er að greidd er 300.0000 króna eingreiðsla með orlofi til þeirra sem eru í starfi og voru lögskráðir 180 daga eða meira á síðasta ári. Hafi skipverjar verið lögskráðir færri daga en 180 daga greiðist uppbótin hlutfallslega.
Skiptaverð á aflaverðmæti sem landað er til eigin fiskvinnslu útgerðar er 0,5 prósentustigi hærra en ef landað er hjá óskyldum aðila. Skiptaverð er 70,5% ef landað er hjá eigin vinnslu útgerðar en 70% ef landað er hjá óskyldum aðila.
�?tgerð lætur skipverjum í té nauðsynlegan hlífðar- og öryggisfatnað. Fatnaðurinn er eign útgerðarinnar en í umsjá skipverjans. Ákvæðið tekur gildi 1. maí 2017.
Skipverjar fá frítt fæði. Inn kemur grein um fjarskipti og fjarskiptakostnað skipverja.
Samningstími er til 1. desember 2019.
Kauptrygging og kaupliðir
Kauptrygging og kaupliðir hækka til samræmis við þær hækkanir sem orðið hafa á almennum vinnumarkaði frá því kjarasamningar urðu lausir í ársbyrjun 2011. Starfsaldursálag og tímakaup reiknast út frá kauptryggingunni og hækkar því í sama hlutfalli og kauptryggingin. Hækkun hjá háseta er úr 288.168 krónum í dag upp í 326.780 í maí 2019. Matsveinar, netamenn, bátsmenn og vélaverðir fara úr 360.210 krónum í 408.467 og yfirvélstjóri, yfirstýrimaður og skipstjóri fara úr 423.252 krónum í 490.170.
Olíuverð á heimsmarkaði
og skiptaverð
Samkvæmt samningnum hækka viðmið olíuverðs á heimsmarkaði sem ákvarðar skiptaverð í kjarasamningnum í samræmi við erlenda verðbólgu frá því kjarasamningur var síðast undirritaður í desember 2008.
Ný skip
Gert er ráð fyrir að nýsmíðaálag falli brott þann 1. mars 2031. Sjómenn þurfa ekki að skila því til baka sem þeir fengu fyrir þetta ákvæði á sínum tíma þegar ákvæðið kom inn. Bent er á að á móti þessu ákvæði fengu sjómenn m.a. aukinn orlofsrétt, 2% hækkun á mótframlagi útgerðar í lífeyrissjóð sem hækkaði úr 6% í 8%, og 2% mótframlag í séreignasjóð var reiknað af öllum launum en var áður reiknað af kauptryggingu.
Líka segir að til að ný skip geti nýtt þetta ákvæði þurfi þau að uppfylla ákveðin skilyrði sem tíunduð eru í gildandi kjarasamningi. �?ví hafa nokkur ný skip ekki getað nýtt þetta ákvæði þar sem þau uppfylltu ekki skilyrðin sem sett eru. En sem sagt þetta ákvæði fellur brott 1. mars árið 2031.
Orlof
Bætt er við orlofsgreinina ákvæði um að skipverji sem hefur áunnið sér aukinn orlofsrétt hjá einni útgerð öðlist réttinn aftur eftir þrjú ár hjá nýjum vinnuveitanda, þ.e. hann þarf ekki að vera í tíu til fimmtán ár hjá nýjum vinnuveitanda til að öðlast réttinn aftur. �?etta er sama ákvæði og gildir hjá landverkafólki.
Helgar- og hafnarfrí
Sett eru inn ákvæði um að á veiðum með línu á útilegu og á togskipum 39 m og styttri geti útgerð og áhöfn samið um að frí á föstudaginn langa og páskadag færist að sjómannadagshelginni. Semji áhöfn og útgerð um þetta verður frí um sjómannadag fimm sólarhringar í stað þriggja.
Fiskverð
Samið var um það að fiskverð taki mið af markaðsverði og afurðaverði. Markmiðið er að verð á slægðum þorski verði 80% af meðalverði fiskmarkaðanna síðustu þrjá mánuði og mun verðið fylgja breytingu á markaðsverði og er þá stuðst við þriggja mánaða meðalverð á síðustu þremur mánuðum á fiskmörkuðunum frá þar síðustu þremur mánuðum.
Til viðbótar er síðan fylgst með afurðaverði og eru þar vegnar saman vísitölur afurðaverðs vegna landfrystingar, söltunar og ferskra afurða. �?etta er gert til að tryggja að ef verð á fiskmörkuðunum lækkar þó afurðaverð sé að hækka eða öfugt að þá sé hægt að grípa inn í og leiðrétta. �?etta á að tryggja að hráefnishlutfall í slægðum þorski sé sem næst 55% af afurðarverði.
Varðandi uppsjávarfiskinn er skerpt á upplýsingagjöf frá fyrirtækjunum og hún samræmd þannig að hægt sé að bera verð einstakra fyrirtækja saman og grípa inn í ef verð hjá einhverju fyrirtæki víkur óeðlilega frá því sem er réttmætt.
Tímabundin breyting skiptaprósentu
á uppsjávarskipum
Fram á að fara athugun á mönnun og hvíldartíma á íslenka fiskiskipaflotanum. Lögð er áhersla á að setja mönnun á uppsjávarflotanum og á ísfisktogurunum í forgang.
Á uppsjávarskipunum verður skiptaprósenta hækkuð ef fækkað er niður í átta menn og verður sú hækkun tímabundin þar til könnuninni er lokið.
�?á verður samið að nýju á grundvelli könnunarinnar. Skiptaprósentan verður 0,55 hærri en hún ætti að vera miðað við átta menn sem þýðir 2,6% hækkun á aflahlut frá skiptaprósentu m.v. átta menn.
Samningsforsendur
Greinin um samningsforsendur er sú sama og gildir á almennum vinnumarkaði, þannig að breytist samningsforsendur á almennum markaði þannig að gera þurfi lagfæringar á samningnum koma þær breytingar einnig til sjómanna.
Jafnframt eru ákvæði í greininni um að hækki laun á almennum vinnumarkaði á árinu 2019 skuli samningsaðilar endurskoða kauptryggingu og kaupliði í samræmi við það.
Gildistími samningsins
Samningurinn gildir til 1. desember 2019 og fellur þá úr gildi án uppsagnar. Samningurinn gildir frá og með 1. febrúar 2017.
Með samningnum eru þrjár bókanir sem fulltrúar í samninganefnd Sjómannasambands Íslands töldu mikilvægar og verðmætar fyrir samninginn.
Mönnun og hvíldartími
Aðilar eru sammála um að gera athugun á mönnun og hvíldartíma um borð í íslenska fiskiskipaflotanum. Grunnur þessarar athugunar byggir á gildandi ákvæðum sjómannalaga um vinnu- og hvíldartíma skipverja á íslenskum fiskiskipum.
Lögð skal áhersla á að setja athugun á uppsjávarskipum og ísfisktogurum í forgang og kynna samningsaðilum niðurstöðu þeirrar könnunar, enda þótt að athugun standi enn yfir vegna annarra fiskiskipaflokka.
Skiptimannakerfi
Í bókun segir að á síðastliðnum árum hafi aukist verulega að settar hafi verið skiptimannaáhafnir á skip, enda hefur það skapað betra og fjölskylduvænna starfsumhverfi skipverja. �?að sé því markmið samningsaðila að tryggja réttinda-umhverfi skipverja og útgerða í skiptimannakerfum.
Segir að mikilvægt sé að skipverjar njóti sambærilegra réttinda óháð því skiptimannakerfi sem þeir starfa samkvæmt. Í samræmi við markmið sjómannalaga eru samningsaðilar þannig sammála um að skipverji eigi í öllum tilvikum rétt til þeirra launa, sem hann hefði fengið greidd fyrir að gegna starfi sínu áfram, ef veikindi eða slys hefðu ekki gert hann ófæran til þess.
Unnið skal að því á fyrsta ári kjarasamnings þessa að eyða réttaróvissu um skiptimannakerfi.
Heildarendurskoðun
Samkomulag er um að á samningstímanum verði kjarasamningar yfirfarnir í heild sinni. Orðalag einstakra greina fært til nútímans, greinar felldar brott ef ástæða er til og greinum bætt inn ef þörf er á til að endurspegla betur þróun og breytt vinnubrögð útgerðar fiskiskipa og starfa fiskimanna. Skipa á nefnd til að fara yfir samningana þar sem m.a. á að fara yfir skiptaverðmæti, stærðarviðmiðanir fiskiskipa, skiptaprósentu, olíuverðsviðmið, gjaldtöku stjórnvalda, ráðningarsamninga, iðgjaldakostnaður slysatrygginga, slysa- og veikindarétt í skipti-mannakerfum, helgar- og hafnarfrí, greiðsluhlutfall í lífeyrissjóði og fjölda í áhöfn einstakra bátaflokka m.t.t. öryggis og hvíldartíma.