Lögregla á Selfossi naut aðstoðar sérsveitar Ríkislögreglustjóra í dag þegar framkvæmd var húsleit hjá pari á þrítugsaldri í Hveragerði auk þess sem leitað var á vinnustað þeirra í Ölfusi. Þetta kemur fram á visir.is og sagt að lögregla verjist frétta af málinu. Aðspurð hversvegna sérsveitin hafi verið kölluð til segir lögregla að það hafi verið til styrkingar, en ekki hafi leikið grunur á því að fólkið væri hættulegt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst