Safnahelgi hófst formlega í gær með tveimur viðburðum í Einarsstofu, Safnahúsi. Opnaði Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja samsýninguna í anda Júlíönu Sveinsdóttur. Félagið verður með opið hús að Strandvegi 50 (Hvíta húsinu) helgina 9.-10. nóv. kl. 16:00-18:00. Safmahelgin var svo sett í Stafkrikjunni það gerði Sr. Viðar Stefánsson og Guðný og Helgi Tórshamar sungu nokkur lög við eigin undirleik. Ljósmyndari Eyjafrétta var að sjálfsögðu á staðnum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst