Yanina Vygrebalina og Ivan Zhadnov, sem reka lítið gagnaver í Vestmannaeyjum, Datafarm, íhuga að stefna íslenska ríkinu og krefjast bóta vegna 20 tölva sem eyðilögðust þegar lögreglan á Suðurnesjum braust inn í gagnaver þeirra í lok febrúar.
Fréttablaðið greinir frá.
Kemur fram að brotist hafi verið inn í annan af tveimur gámum þeirra og eftir það hafi kælikerfi gámsins hætta að virka með þeim afleiðingum að tölvurnar ofhitnuðu. Ivan segir erfitt að meta tjónið en verðið á þeim hafi rokið upp samhliða aukinni eftirspurn eftir Bitcoin.
�??Við vorum í fríi í Taílandi þegar þetta gerðist og starfsmennirnir okkar tveir í Moskvu,�?? segir Yanina í samtali við Fréttablaðið en starfsmennirnir tveir flugu rakleiðis til Íslands til að kanna málið.
Voru mennirnir í kjölfarið yfirheyrðir á lögreglustöðinni í Vestmannaeyjum og haldið þar í sólarhring, vegna gruns um þjófnað í tengslum við stuld á tölvum í gagnaverum á Reykjanesi. Var þeim sleppt sl. föstudagskvöld og tilkynnt að þeim væri ekki heimilt að yfirgefa Vestmannaeyjar næstu átta vikurnar.
Nánari umfjöllun má finna á vef Fréttablaðsins.