Sjö Eyjamenn hafa verið valdir í 29 manna æfingahóp íslenska landsliðsins í Futsal. Sex þeirra koma úr ÍBV en einn frá KFS. Bjarni Rúnar Einarsson hefur verið valinn á æfingarnar og er þar með fyrsti leikmaður KFS sem er valinn til að taka þátt í landsliðsæfingu. ÍBV og KFS léku einmitt saman í riðli í Íslandsmótinu í Futsal en landsliðsþjálfari þar er Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst