Það er alveg skýrt að Shellmótið verður úti í Eyjum á auglýstum dögum. Allur undirbúningur gengur samkvæmt áætlun og allt verður tilbúið þegar mótið hefst. Eðlilega eru miklar vangaveltur hvort Shellmótið verði haldið vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Það eru engar pælingar í gangi að færa þetta stóra mót upp á land, hvað svo sem á gengur. Eins og allir vita, sem hafa komið á Shellmót, þá er þetta mót miklu meira en bara fótbolti og ekki mögulegt að færa þessa upplifun upp á land.