Seinni ferð Herjólfs í dag fellur einnig niður en áætlað var að sigla tvívegis til Þorlákshafnar. Skipið sigldi hins vegar ekki í morgun enda aftakaveður í Eyjum. Heldur hefur bætt í vind eftir því sem liðið hefur á daginn en mesta vindhviða á Stórhöfða hefur farið upp í 49 metra á sekúndu. Í tilkynningu frá Eimskip segir að veðurspá fyrir morgundag sé einnig slæm og eru farþegar því beðnir um að fylgjast með tilkynningum í fyrramálið.