Frystitogarinn Hrafn Sigurbjörnsson frá Grindavík kom til hafnar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi með slasaðan sjómann. Skipið hafði fengið á sig brotsjó og einn skipverjanna féll við það og meiddist á baki. Því var ákveðið að sigla til Vestmannaeyja og færa manninn undir læknishendur og taka nýjan skipverja um borð.