Miðvikudaginn 18. janúar síðastliðinn útnefndi íþróttabandalag Vestmannaeyja Sigríði Láru Garðarsdóttur knattspyrnukonu íþróttamann Vestmannaeyja fyrir árið 2016. Felix �?rn Friðriksson var jafnframt útnefndur íþróttamaður æskunnar. Eyjafréttir höfðu samband við vinningshafana og spurðu þá spjörunum úr.
�??�?g byrjaði mjög ung að æfa fótbolta, eða um 5 ára aldur,�?? segir Sísí sem spilaði sinn fyrsta A-landsleik snemma á síðasta ári. �??Fyrstu landsleikir mínir voru með U-17 ára liðinu en með því spilaði ég 14 leiki og skoraði eitt mark. Í því landsliði komumst við í úrslit á EM og var það ógleymanleg ferð. �?g á einnig 15 leiki með U-19 og fjögur mörk, einn leik með U-23 landsliðinu og svo spilaði ég minn fyrsta A landsleik síðastliðinn febrúar og er markmiðið auðvitað að þeir verði fleiri,�?? segir Sísi.
Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að vera útnefnd íþróttamaður Vestmannaeyja? �??�?g er mjög stolt af þessari viðurkenningu og þetta er mesti heiður sem ég hef fengið. �?essi viðurkenning hvetur mig áfram til þess að gera enn betur og verða betri íþróttamaður, ég er aldrei södd og ég vil ná ennþá lengra. �?g vona líka að þessi viðurkenning verði hvatning fyrir yngri stelpur til að æfa íþróttir,�?? segir Sísí sem segist full tilhlökkunar fyrir komandi tímabil.
�??Tímabilið leggst mjög vel í mig, ég er full tilhlökkunar og er bjartsýn á gott gengi í sumar. Við höfum fengið nokkra nýja leikmenn sem eiga án efa eftir að styrkja liðið og svo eigum við efnilegar stelpur sem eru að koma inn í meistaraflokkinn sem verður spennandi að fylgjast með. �?g get ekki beðið eftir næsta sumri.�??
Draumur um atvinnumennsku
Hver er draumur þinn sem knattspyrnumaður? �??Stefnan er að verða enn betri leikmaður og leggja mig ávallt 120% fram. Draumur minn er að komast út í atvinnumennsku og spila með góðu liði. Svo er auðvitað markmiðið að vinna titla með ÍBV,�?? segir Sísí.
Telur þú þig eiga raunhæfa möguleika á því að fara með landsliðinu á EM í Hollandi í sumar? �??Já, það er allavega eitt af mínum markmiðum og maður verður að hafa trú á þeim. �?g æfði með landsliðinu síðustu helgi og var það frábært tækifæri fyrir mig að fá að æfa með þeim bestu, ég lærði helling og er reynslunni ríkari eftir þessa helgi. �?að er gríðarlega mikil samkeppni og mjög góðir leikmenn sem spila í stöðunni minni. �?að hvetur mig áfram til að æfa meira og gera enn betur, en svo kemur þetta bara í ljós þegar nær dregur,�?? segir Sísí.
Einhver skilaboð til ungra íþróttaiðkenda? �??Fyrst og fremst að hafa gaman og njóta þess að æfa íþróttir. Leggja sig ávallt fram á æfingum og leikjum, bera virðingu fyrir liðsfélögum og þjálfurum. Ef þú vilt ná enn lengra þá verðurðu að hafa metnað, sjálfsaga, keppniskap, æfa aukalega og hugsa um svefn og mataræði. Mér finnst mikilvægt að setja sér markmið og hafa vilja til að ná þeim,�?? segir Sísí að lokum.