Eyjamenn lögðu �?rótt á útivelli 0-1 í dag en eina mark leiksins skoraði daninn Mikkel Maigaard. Markið kom á 56. mínútu leiksins, eftir stutta hornspyrnu átti Maigaard fyrirgjöf frá vinstri, þar sem hann skrúfaði boltann með hægri fæti, og knötturinn endaði í markinu. Trausti misreiknaði fyrirgjöfina og boltinn lak inn. Eyjamenn sitja í 3. sæti eftir leik dagsins með 10 stig. Næsti leikur ÍBV er á móti KR á Hásteinsvelli næstkomandi laugardag klukkan 16.00