Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir ÍBV þegar liðið lagði Selfoss að velli, 4:3 í Fótbolta.net mótinu en leikur liðanna fór fram í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi. Eyjamenn komust yfir strax á 13. mínútu þegar Gunnar Már Guðmundsson skoraði úr vítaspyrnu en Selfyssingar svöruðu með tveimur mörkum áður en flautað var til leikhlés.