Sigurður VE 15 kvaddi heimahöfn í dag
28. ágúst, 2013
Á sjötta tímanum í dag kvaddi afla- og happaskpið, Sigurður VE 15. Sigurjón Ingvarsson, skipstjóri og skipshöfn hans fengu hlýjar kveður frá öðrum skipum í Vestmannaeyjahöfn, sem flautuðu ákaft þegar skipið sigldi út höfnina, og Sigurður VE kvaddi með sínu flauti. Herjólfur sigldi út höfnina á eftir Sigurði og kvaddi á sinn hátt. Sigurður VE 15 er nú á leið til Esbjerg í Danmörku, þar sem skipið verður brytjað niður í brotajárn.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst