Sigurgeir afhendir ljósmyndasafn sitt í Einarsstofu
4. janúar, 2014
Á morgun, sunnudaginn 5. janúar kl. 13, verður ljósmyndasafn Sigurgeirs Jónassonar ljósmyndara formlega afhent Vestmannaeyjabæ til varðveislu. Athöfnin fer fram í Einarsstofu í Safnahúsinu þar sem flutt verða ávörp og tónlistaratriði. Sigurgeir hefur verið einn fremsti ljósmyndari landsins undanfarna áratugi og myndir hans hafa ratað í fjölmiðla víðs vegar um heiminn, ekki síst myndir af Surtseyjargosinu og Heimaeyjargosinu en myndirnar eru mikilvæg heimild um líf og störf í Vestmannaeyjum.
Boðið verður upp á kaffi og meðlæti í sal Bókasafnsins að athöfn lokinni.
Allir hjartanlega velkomnir.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst