Sigurgeir Jónsson, fyrrum kennari, sjómaður og blaðamaður með meiru, hefur verið ötull í ritun bóka, eftir að hann komst á eftirlaunaaldur og alls hafa komið út 13 bækur eftir hann langflestar á þessari öld. Nýjasta bók hans sem nú er að koma út heitir, Fyrir afa, nokkrar smásögur og er 14. bók hans. Flestar fjalla bækur hans um mannlíf og félagslíf í Vestmannaeyjum og þessi gerir það að hluta til þótt hér sé um skáldsögur að ræða.
Sonardóttir hans, Katrín Hersisdóttir, sem sér um myndlýsingu í þessari bók hefur stundað nám í grafískri hönnun við Hönnunarskólann í Kolding í Danmörku og lauk þaðan prófi í sumar. Hún ákvað að lokaverkefnið hennar við þann skóla yrði myndlýsing við bókina og gaf verkefninu heitið: Fyrir afa sem varð svo heiti bókarinnar.
Bókin fæst í Eymundsson/Pennanum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst