�??Já, það veit ég alveg nákvæmlega. Við fengum það í jólagjöf,�?? segir Sigurjón �?orkelsson aðspurður hvenær honum og öðrum verkamönnum í bræðslu Vinnslustöðvarinnar var sagt upp vegna sjómanna verkfallsins.
�??Við vorum í vinnu síðast 22. desember og svo vorum við sendir heim á sömu forsendum og þau í fiskinum. �?etta er eina verksmiðjan í landinu þar sem menn eru sendir heim en það er engin nýlunda að það sé hráefnisskortur í janúar. �?etta hefur bara verið viðhaldsvinna og ekkert annað, þannig þetta er svolítið skrýtið. �?að virðist vera að einungis fólk frá Drífanda hafi verið sent heim, en fyrst það er á annað borð sparnaður í gangi af hverju eru þá bara ekki allir sendir heim?�?? heldur Sigurjón áfram en tekur fram að það sé ekki hans ósk að þeir sem eftir eru hljóti sömu örlög og hann sjálfur.
�??Ef fyrirtækið er að draga saman á þeim forsendum að það sé hráefnisskortur, af hverju senda þeir þá ekki alla heim í og halda bara skrifstofunni ef þess þarf,�?? segir Sigurjón sem þekkir þó ekki hvort samskonar uppsaganarákvæði sé í samningum yfirmanna.
�??�?etta virðist bara vera svolítið furðulegt, ef þú ert verkstjóri og hefur ekkert fólk til að stjórna, hvað ertu þá að gera, sitja bara og bora í nefið? �?g meina þetta lið er ekki að gera neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut,�?? segir Sigurjón.
Boðað var til fundar fyrir nokkrum dögum þar sem stjórnendur vildu fara yfir málin með þeim sem sagt var upp í desember. �??�?g mætti ekki á þennan fund og ég held að enginn frá okkur hafi farið. �?g held að það eina sem þeir vildu fá út úr fundinum var hverjir myndu koma til baka, þeir eru bara orðnir smeykir um að fólk komi bara ekki til baka. Eins og flestir vita þá er ekki hlaupið að því að komast í aðra vinnu hérna í Eyjum en fólk er virkilega sárt, það er greinilega einskis virði fyrir þeim,�?? segir Sigurjón sem er trúnaðarmaður í bræðslunni.
�??�?að er ekki bara mín tilfinning, ég veit fyrir víst að flestir hjá okkur hafa verið að leita sér að nýrri vinnu og ég get sagt fyrir sjálfan mig að ég hef þegar sótt um eina vinnu sem ég fékk ekki. En maður er stöðugt að líta í kringum sig, maður ætlar ekkert að vera undir þessu kominn.Ef þeir vilja ekki hafa mann, þá er það bara þannig, það eru allavega skilaboðin sem við fáum,�?? segir Sigurjón.
Fyrir þá sem ekki þekkja inn á störf innan mjölverksmiðju, þá getur það tekið langan tíma að þjálfa menn upp í leysa þau af hendi sómasamlega. �??Yngvi er kominn á aldur og getur hætt, Olgeir er tiltölulega nýbyrjaður á skilvindunum og ég hef verið í ár og er orðinn þokkalega klár á þetta. Hvað ef enginn af okkur kemur til baka, hvernig ætla þeir að manna þessa stöðu? �?að tekur tíma að þjálfa menn upp í þessu og þess vegna finnst manni þetta einmitt svo skrýtið,�?? segir Sigurjón.
Finnst þér þetta vera vanhugsað hjá þeim? Eru þeir að fórna mannskap sem þegar er búið að fjárfesta í til að spara nokkrar krónur? Já, þeir eru að því, ég heyri það bara á þessu mannskap hjá okkur. Svo er eitt svolítið fyndið sem er alveg satt. �?eir segja við okkur að þetta komi út á það sama fyrir okkur, að vera heima á atvinnuleysisbótum og í dagvinnu. �?að segir okkur að launin eru greinilega mjög léleg og þá spyr maður sig til hvers maður er í vinnu. �?g fékk útborgað núna um mánaðarmótin og þetta eru nánast sömu tölur og í dagvinnu,�?? segir Sigurjón og bætir við að samningar séu að losna og sér hann ekki fyrir sér að fólk ætli að láta bjóða sér þessi kjör áfram.
�??�?að þýðir ekki að bjóða hærri stéttunum meira og meira og þeim sem minnst hafa ekki neitt.�?? �?etta uppsagnarákvæði hlýtur að koma til skoðunar eða hvað? �??Já, það verður skoðað. Ef þessar uppsagnir munu gefa eitthvað fordæmi þá spyr maður sig hvað verður um okkur á milli loðnunnar og makrílsins, ætla þeir að senda okkur aftur heim? �?að er þetta sem menn eru líka smeykir við, menn vilja ekki vinna við svona óvissu. �?að er ekki beint uppbyggjandi að vera atvinnulaus. Maður verður að hafa eitthvað fyrir stafni. Maður skilur náttúrulega sjómenn og þeirra kröfur þetta snýst bara um að fara að semja við þá.�??
�??�?að var haldinn fundur þegar við vorum sendir heim og þá spurði ég Binna af hverju þeir minnkuðu bara ekki arðgreiðslurnar, þær hafa nú verið ansi miklar í Vinnslustöðinni síðustu árin. Hvaðan koma þeir peningar, er það ekki fólkið sem er að búa þá til? Ekki njótum við góðs af þeim,�?? segir Sigurjón og bætir við að menn verði að fara að horfa sér nær. �??Mannlegi þátturinn er greinilega fokinn út um gluggann. �?g get ekki séð að menn sú metnir að verðleikum.�??