�?að er vel þess virði að kíkja við í Einarsstofu þar sem Sighvatur Jónsson, fjölmiðlamaður fagnar tvöföldu afmæli með sýniningu á brotum af framleiðslu SIGVA media síðasta áratuginn, má þar nefna sjónvarpsfréttir, heimildamyndir og náttúrulífsmyndefni frá Vestmannaeyjum. Sýningin var opnuð á sunnidaginn og verður opin alla daga til 7. október, virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 10-17.
Tilefni sýningarinnar er í raun tvöfalt því Sighvatur verður fertugur 1. október næstkomandi. Hann hóf störf í fjölmiðlum fyrir tæpum tveimur áratugum. Frá árinu 1996 hefur Sighvatur unnið við útvarp, sjónvarp og framleitt eigið efni undir merkjum SIGVA media frá stofnun félagsins 25. september 2005. Sighvatur hóf fjölmiðlaferilinn á útvarpsstöðinni FM957, þaðan sem leiðin lá á Bylgjuna og í framhaldi í sjónvarpsfréttamennsku á Stöð 2. Samhliða námi í Danmörku vann Sighvatur sem fréttaritari Stöðvar 2 í Danmörku á árunum 2004-2008. Sighvatur lagði stund á nám við margmiðlunarhönnun og tölvunarfræði í Danmörku.
Eftir nám fluttu Sighvatur og fjölskylda á heimaslóðir í Vestmannaeyjum sumarið 2008 þar sem hann hefur meðal annars framleitt sjónvarpsfréttir og annað efni fyrir R�?V. Síðustu árin hefur SIGVA media lagt frekari áherslu á gerð heimildamynda og sjálfstæða framleiðslu á sjónvarpsefni fyrir R�?V, 365 miðla og N4. Frá árinu 2010 hefur Sighvatur verið umsjónarmaður Vinsældalista Rásar 2 sem SIGVA media framleiðir fyrir R�?V. SIGVA media hefur einnig komið að hljóðvinnslu fyrir Rás 2 og fleiri útvarpsstöðvar á Íslandi í gegnum árin.